Arnór Ingvi Traustason, landsliðsmaður í fótbolta, skoraði tvö marka New Eng­land Revoluti­on þegar liðið vann sannfærandi 5-0 sigur á móti In­ter Miami, liðinu sem er í eigu Dav­id Beckham.

Þetta eru fyrstu mörk Arn­órs Ingva fyrir New Eng­land Revoluti­on en hann gekk til liðs við félagið frá Mal­mö í Svíþjóð fyrr á þessu ári.

New Eng­land Revolution hefur 30 stig eftir þennan sigur en liðið trónir á toppi Austurdeildar MLS-deildarinnar eft­ir 15 umferðir. Lið Arnórs Ingva er efst af öllum liðum MLS-deildarinnar en New Eng­land Revolution hefur enn fremur eins stigs forskot á Seattle.

Guðmund­ur Þór­ar­ins­son lék lungann af leiknum þegar vann Montreal með einu marki gegn engu. Ró­bert Orri Þorkels­son var ekki í leik­manna­hópi Montreal í þessum leik. Montreal situr í fimmta sæti Aust­ur­deild­ar­inn­ar með 22 stig en New York er hins vegar í sjö­unda sæti með 20 stig.  

Mörk Arnórs Ingva má sjá hér að neðan: