HM 2018 í Rússlandi

Með fjölskyldu sína húðflúraða á vinstri hönd

Íslenski landsliðsmaðurinn Arnór Ingvi Traustason er vopnaður myndarlegu húðflúri á vinstri hendi en þar er hann með flúraða mynd af foreldrum sínum og systkynum ásamt minnismerki um ömmu sína og afa.

Arnór sýnir blaðamönnum húðflúrin. Fréttablaðið/Eyþór

Arnór Ingvi Traustason er vopnaður myndarlegu húðflúri en hann er með fjölskyldu sína flúraða á vinstri höndinni.

Blaðamenn fengu að ræða við Arnór Ingva á æfingarsvæði íslenska landsliðsins í Kabardinka en það kom upp spurning um húðflúrið hans.

„Ég er með foreldra mína efst á hendinni, systkyni mín að aftan og svo er ég með tákn fyrir ömmu mína og afa þar rétt hjá,“ sagði Arnór og bætti við:

„Ég er alltaf með fjölskylduna mína með mér, þau eru það mikilvægasta. Svo er restin af húðflúrunum eitthvað sem ég valdi.“

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

HM 2018 í Rússlandi

KSÍ kynnir nýjan þjálfara á morgun

HM 2018 í Rússlandi

Mark Pavard gegn Argentínu kosið besta mark HM

HM 2018 í Rússlandi

Aðstoðarþjálfari Nígeríu gripinn við mútuþægni

Auglýsing

Nýjast

HK aftur á sigurbraut í kvöld

Sigur á Þýskalandi kom Íslandi áfram

Hannes og fé­lagar úr leik í Meistara­deildinni

Ramos skaut á Klopp: Vantaði af­sökun fyrir tapinu

Mark Bale gegn Liverpool kemur ekki til greina sem mark ársins

Albert til AZ Alkmaar

Auglýsing