Arnór Ingvi Traustason fær rúmlega 438 þúsund dollara á ári eða tæplega 57,9 milljónir íslenskra króna í laun hjá bandaríska knattspyrnuliðinu New England Revolutions. Launalisti MLS-deildarinnar var gefinn út í nótt.

Xherdan Shaqiri, fyrrum leikmaður Liverpool er launahæsti leikmaður deildarinnar en næstur á listanum er Chicharito, fyrrum leikmaður Manchester United.

Arnór gekk til liðs við Revolutions á síðasta ári og hefur leikið 31 leiki fyrir félagið og skorað í þeim tvö mörk. Hann á eitt ár eftir af samningi sínum en félagið getur framlengt um eitt ár.

Að sögn leikmannasamtakanna sem birtu launatölurnar eru meðallaunin 438.728 þúsund dollarar og fær Arnór því sambærileg laun og meðallaun deildarinnar.

Róbert Orri Þorkelsson, leikmaður Montreal sem gekk til liðs við kanadíska félagið á síðasta ári, fær um 173 þúsund dollara á ári eða tæplega 22,9 milljónir.

Að lokum fær Þorleifur Úlfarsson sem var valinn með 4. valrétt í nýliðavali MLS-deildarinnar af Houston Dynamo 77.699 dollara á ári eða rétt rúmlega tíu milljónir.