Sóknartengiliðurinn á tvö ár eftir af samningi sínum í Rússlandi en lið á Ítalíu hafa áður sýnt honum áhuga.

Kemur fram í frétt Fotbolta.net að það séu áhugasöm félög á Ítalíu og að Venezia sem komst upp í efstu deild síðasta vor sé líklegasti áfangastaðurinn.

Arnór hefur verið á mála hjá CSKA í þrjú ár eftir að hafa leikið með Norrköping í Svíþjóð þar áður.

Skagamaðurinn byrjaði af krafti í Rússlandi og skoraði meðal annars í sigrum á Real Madrid og Zenit en hann hefur ekki náð að festa sig í sessi í byrjunarliði rússneska félagsins.

Bjarki Steinn Bjarkason og Óttar Magnús Karlsson leika með Venezia en Hilmir Rafn Mikaelsson, Jakob Franz Pálsson og Kristófer Jónsson eru allir að leika fyrir yngri lið félagsins.