Árni Vilhjálmsson skoraði tvö og lagði upp eitt í 4-0 sigri Kolos Kovalivka í dag.

Framherjinn var í byrjunarliði Kolos í annað sinn á tímabilinu og braut ísinn með marki af vítapunktinum á 14. mínútu.

Árni var aftur á ferðinni í upphafi seinni hálfleiks og lagði svo upp þriðja mark Kolos á 60. mínútu leiksins.

Kolos skoraði fjórða mark leiksins á 78. mínútu og mínútu síðar var Árna kippt af velli.