Árni Vilhjálmsson er byrjaður að æfa með Kolos Kovalivka í Úkraínu og er framherjinn í viðræðum við félagið um samning.

Íslendingavaktin greindi frá áhuga Kolos Kovalivka á dögunum og birti myndband af Árna á æfingarsvæði félagsins í dag.

Árni er án félags eftir að hafa fengið samningi sínum hjá pólska félaginu Termalica Nieciecza rift í haust. Árni fékk aldrei tækifæri í Póllandi og fór því á láni til Úkraínu í byrjun árs.

Með Chornomorets Odessa sló Árni í gegn í úkraínsku deildinni í fyrra en þrátt fyrir mörk Árna féll Odessa í lok tímabils.