Arnar Pétursson hefur valið 22 leikmenn til æfinga, en hópurinn hittist þann 15. júní næstkomandi og verður æft út mánuðinn. Í hópinn vantar til að mynda tvo lykilleikmenn sem eru í barneignaleyfi.

Það er að segja Karen Knútsdóttur og Þórey Rósu Stefánsdóttur sem leika báðar með ríkjandi Íslands, deildar- og bikarmeistrurum Fram en þær eru barnshafandi.

Stelpurnar okkar áttu að spila gegn Tyrkjum í mars en þeim var frestað vegna Covid-19 ástandsins. Næsta verkefni liðsins er forkeppni HM næsta haust og eru þessar æfingar liður í undirbúningi liðsins fyrir þá leiki.

Æfingagópinn má sjá hér að neðan:

Markmenn: 
Andrea Gunnlaugsdóttir Valur 0 / 0
Hafdís Renötudóttir Fram 26 / 1
Katrín Ósk Magnúsdóttir Fram 0 / 0

Vinstra horn: 
Ragnheiður Tómasdóttir FH 0 / 0
Sigríður Hauksdóttir HK 14 / 31

Vinstri skytta: 
Helena Rut Örvarsdóttir SonderjyskE Damhåndball 36 / 76
Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir Bourg De Peage Drome 32 / 60
Mariam Eradse Toulon 1 / 0
Ragnheiður Júlíusdóttir Fram 25 / 24
Sunna Jónsdóttir ÍBV 56 / 42

Leikstjórnendur: 
Eva Björk Davíðsdóttir Skuru IK Handbold 35 / 27 
Lovísa Thompson Valur 18 / 28
Sandra Erlingsdóttir Valur 2 / 4

Hægri skytta: 
Birna Berg Haraldsdóttir Neckarsulmer Sport-Union 56 / 112 
Thea Imani Sturludóttir Oppsal Håndball 38 / 52
Rut Jónsdóttir Team Esbjerg 94 / 191

Hægra horn: 
Díana Dögg Magnúsdóttir Valur 20 / 16
Þórey Anna Ásgeirsdóttir Stjarnan 28 / 14

Línumenn: 
Arna Sif Pálsdóttir Valur 150 / 282
Katrín Tinna Jensdóttir Stjarnan 0/0
Perla Ruth Albertsdóttir Fram 22 / 25
Steinunn Björnsdóttir Fram 33 / 23