„Þetta er leiðinlegt mál og það var ekki ætlunin að stofna til einhverra orðaskpita við Valerenga eða Viðar Örn. Ég hef sagt það áður og segi það aftur að Viðar Örn kemur til greina hjá mér í íslenska landsliðið og það sýnir sig kannski best á því að við reyndum að losa hann í þetta verkefni," segir Arnar Þór Viðarsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu um umræðu síðustu daga um stöðu Viðars Arnar Kjartanssonar.

„Það er svona mínn stíll og vani hjá mér þegar svona mál koma upp að ræða málin bara opinskátt. Af þeim sökum kemur það vel til greina að hafa samband við Viðar Örn eftir að leiknum á morgun lýkur og útkljá þessi mál," segir Arnar Þór enn fremur um framhaldið.