Birkir Már Sævarsson sem á að baki 102 landsleiki og Ari Freyr Skúlason sem á að baki 82 landsleiki taka út leikbann. Guðlaugur Victor Pálsson gaf svo ekki kost á sér í leikinn, miðjumaðurinn byrjaði gegn Armeníu á föstudag en hann á að baki 29 landsleiki.

Birkir Bjarnason verður áfram fyrirliði liðsins í kvöld og spilar sinn 103 landsleik. Albert Guðmundsson er næst reyndasti leikmaður liðsins í kvöld með 26 landsleiki

Marga af reyndustu mönnum liðsins vantar svo af misjöfnum ástæðum. Þrátt fyrir reynslulítið lið er samt gerð krafa á sigur í kvöld, lið Liechtenstein er eitt það lélegast í fótboltanum.

Fréttablaðið/Anton Brink

Arnar Þór Viðarsson þekkir það þó að ekki má vanmeta Liechtenstein. Hann var í byrjunarliði Íslands gegn þjóðinni árið 2007 þar sem Ísland tapaði 3-0.

„Við nálg­umst leik­inn með virðingu fyr­ir and­stæðingn­um, eins og alltaf. Und­ir eðli­leg­um kring­um­stæðum erum við meira með bolt­ann og við vilj­um stjórna leikn­um. Við vit­um hvað get­ur gerst ef menn van­meta and­stæðing­inn. Ég var sjálf­ur í liði sem tapaði fyr­ir Liechten­stein og það er ekki besta til­finn­ing í heimi,“ sagði Arn­ar á fundi í gær.

Búast má við að Andri Lucas Guðjohnsen byrji í kvöld en það væri hans fyrsti leikur í byrjunarliði.


Líklegt byrjunarlið Íslands:
Elías Rafn Ólafsson
Alfons Sampsted, Hjörtur Hermannsson, Brynjar Ingi Bjarnason, Guðmundur Þórarinsson
Birkir Bjarnason, Andri Fannar Baldursson, Albert Guðmundsson
Þórir Jóhann Helgason, Andri Lucas Guðjohnsen, Jón Dagur Þorsteinsson.