Arnar Þór Viðarsson, þjálfari karlalandsliðsins, tók undir að það hefði verið ákveðin rómantík í því að sjá bræðurna Andra Lucas og Svein Aron Guðjohnsen vinna saman í fjórða marki Íslands.

Bræðurnir komu inn af bekknum og náði Andri Lucas að skora fjórða mark Íslands undir lok venjulegs leiktíma.

„Það er frábært, það er smá rómantík í þessu marki. Ég var líka ánægður með hvernig Sveinn Aron kom inn. Að annar þeirra leggi upp fyrir hinn. Það er rómantík í því.“

Faðir þeirra, Eiður Smári Guðjohnsen, deilir markameti íslenska karlalandsliðsins með Kolbeini Sigþórssyni, alls 26 mörk.

Andri Lucas er kominn með tvö mörk í fjórum leikjum en Sveinn Aron á eftir að skora í fimm leikjum.