Arnar Berg­mann Gunn­laugs­­son, þjálfari ríkjandi Ís­lands- og bikar­­meistara Víkings Reykja­víkur í knatt­­spyrnu hefur skrifað undir nýjan samning við fé­lagið til ársins 2025. Þetta kom fram á blaða­manna­fundi sem Víkingar boðuðu til í höfuðs­­stöðvum sínum í Víkinni.

Arnar tók við Víkingum 6. október árið 2018 eftir að hafa verið aðstoðarþjálfari Loga Ólafssonar hjá félaginu frá því árinu áður.

Undir stjórn Arnars hafa Víkingar orðið bikarmeistarar árið 2019 og þá varð liðið eftirminnilega tvöfaldur meistari á síðasta ári, urðu bæði Íslands- og bikarmeistarar.

Á yfirstandandi tímabili eru Víkingar nú í 3. sæti Bestu deildarinnar, tíu stigum á eftir toppliði Breiðabliks en með leik til góða á liðin fyrir ofan sig. Þá er liðið komið í undanúrslit Mjólkurbikarsins og mætir Breiðablik á útivelli á morgun.

Fréttin verður uppfærð