Víðavangshlaup ÍR sem jafnframt er meistaramót í fimm kílómetra götuhlaupi fór fram í kvöld við ágætis aðstæður. ÍR-ingar eru ákaflega stoltir af langri og samfelldri sögu Víðavangshlaups ÍR og þeim mikilvægt að rjúfa ekki sögu þess. 200 þátttakendur voru skráðir til leiks og luku 163 hlaupi. Áratugir eru síðan eins fáir keppendur mættu til leiks einsog nú en hlaupið er öllu jafna eitt fjölmennasta fimm kílómetra hlaup landsins. Dregið var verulega úr allri umgjörð frá því sem verið hefur og voru keppendur hvattir til að staldra stutt við á keppnisstað.

Víðvangshlaup ÍR hefur aldrei fallið niður en var nú í þriðja sinn fært til eða haldið á öðrum degi en sumardaginn fyrsta. Í tilefni af 25 ára afmæli hlaupsins árið 1940 var hlaupið liður í umfangsmiklum hátíðahöldum sem ÍR efndi til á uppstigningardag. Árið 1949 var hlaupinu frestað vegna óhagstæðs veðurs og veikindafaraldurs í Reykjavík. Hlaupið var því í annað sinn fært til vegna veikindafaraldurs.

Fyrstu þrír karlar karlar í Víðavangshlaupi ÍR og meistaramóti

  1. Arnar Petursson, Breiðablik 00:15:18
  2. Sigurður Örn Ragnarsson, Afturelding 00:16:09
  3. Þórólfur Ingi Þórsson, 00:16:18

Fyrstu þrír konur í Víðavangshlaupi ÍR

  1. Elin Edda Sigurðardóttir, ÍR 00:18:12
  2. Verena Schnurbus, 00:18:37
  3. Íris Anna Skúladóttir, Fjölnir/CFR 00:19:05

Fyrstu þrír konur í meistaramóti

  1. Elin Edda Sigurðardóttir, ÍR 00:18:12
  2. Íris Anna Skúladóttir, Fjölnir/CFR 00:19:05
  3. Amanda Marie Ágústsdóttir, Ægir 3 00:19:58
Arnar Pétursson vann í karlaflokki.