Þórir Jóhann yfirgaf FH í sumar og gekk í raðir ítalska félagsins Lecce sem leikur í næst efstu deild. Þórir var í byrjunarliði Íslands gegn Þýskalandi í síðasta leik Íslands og má reikna með honum í liðinu á föstudag gegn Armeníu. Ísland leikur þá sinn fjórða heimaleik í undankeppni HM en uppskeran er eitt stig í fyrstu þremur leikjunum.

„Þetta er búið að vera mjög skemmtilegur tími hjá Lecce, við erum búnir að vinna fjóra leiki í röð. Þetta er allt farið að rúlla eins og það á að vera. Þetta var mjög fljótt að gerast þegar ég yfirgaf FH, þetta kláraðist á fimm dögum. Ég var mjög áhugasamur um að fara til Ítalíu og hefja minn feril í atvinnumennsku. Þetta var gott skref.“

Íslenska liðið er með fjögur stig eftir sex leiki í undankeppni HM en fjórir leikir eru til stefnu. Liðið hefur því tækifæri við að rétta skútuna við.

„Arnar og Eiður Smári eru mjög góðir í mannlegum samskiptum“

©Anton Brink 2021 ©Torg ehf /

Íslenska liðið hefur verið í ólgusjó á síðustu vikum, formaðurinn sagði af sér og stjórnin fór sömu leið. Þá hafa lykilmenn yfirgefið hópinn af misjöfnum ástæðum „Við reynum að einbeita á þessa leiki sem eru í gangi, við erum mikið að pæla í því hvað er að gerast utan vallar. Við erum að einbeita okkur að leikjunum.“

„Að sjálfsögðu viljum við alltaf vinna, vinna þessa tvo leiki væri sterkt. Það gæti rifið okkur í gang.“

Arnar Þór Viðarsson og Eiður Smári Guðjohnsen voru þjálfarar Þóris í U21 árs liðinu og Eiður stýrði FH síðasta sumar þar sem Þórir blómstraði. Hann hefur mikla trú á þeim sem þjálfurum þrátt fyrir slæma byrjun með A-landsliðið..

„Mér finnst þeir mjög flottir þjálfarar, mjög góðir í mannlegum samskiptum. Þeir eru mjög flottir við unga leikmenn, þá sem voru í U21 og þá sem eru að koma hérna upp.“