Arnar Már Guðjónsson, miðjumaður ÍA, hefur verið lánaður til vinafélagsins á Akranesi, Kára, en þar mun hann leika með liðinu í 2. deildinni næstu vikurnar.

Arnar Már sleit krossband í leik með Skagamönnum í júlí í síðasta ári og er á lokastigum endurhæfingar vegna þeirra meiðsla. Hann mun koma sér af stað eftir um það bil árs fjarveru frá knattspyrnuvellinum með Káramönnum.

Kári hefur farið illa af stað í 2. deildinni í sumar en liðið hefur eitt stig eftir fyrstu tvær umferðir deildarinnar. Hjá Kára mun Arnar Már leika sínum fyrrverandi samherjum á borð við Jón Vil­helm Ákason, Ein­ar Logi Ein­ars­son, Andri Júlí­us­son og Garðar Gunn­laugs­son.