Handbolti

Arnar hættir með ÍBV eftir tímabilið

Bikarmeistarar ÍBV fá nýjan þjálfara í sumar þegar Arnar Pétursson lætur af störfum.

Arnar gerði ÍBV að bikarmeisturum um síðustu helgi. Fréttablaðið/Eyþór

Arnar Pétursson hættir sem þjálfari bikarmeistara ÍBV eftir tímabilið. Það kemur í ljós á næstu dögum hver eftirmaður hans verður.

Arnar hefur þjálfað ÍBV undanfarin þrjú tímabil. Hann stýrði liðinu einnig á árunum 2009-2014. Arnar og Gunnar Magnússon þjálfuðu ÍBV í sameiningu tímabilið 2013-14 þegar liðið varð Íslandsmeistari í fyrsta og eina sinn.

Eyjamenn urðu bikarmeistarar í þriðja sinn eftir sigur á Fram, 27-35, á laugardaginn.

ÍBV vann ÍR, 30-26, í kvöld þrátt fyrir að nokkra lykilmenn hafi vantað í liðið. Eyjamenn sitja í 3. sæti Olís-deildar karla með 30 stig, tveimur stigum á eftir toppliði FH þegar tveimur umferðum er ólokið.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Handbolti

Arnar klófesti loks bikarhvalinn

Handbolti

Þrjú atriði: Eyjamenn fullkomnir í Höllinni sem fyrr

Handbolti

Fyrstu umferðinni í Olís-deild kvenna lýkur í kvöld

Auglýsing

Nýjast

Valur fór ansi illa með Hauka

Fínt framan af hjá íslenska liðinu

Nokkrir góðir kaflar dugðu ÍBV til sigurs

Felix tryggði íslenska liðinu jafntefli

Strembið verkefni hjá Selfossi

Helena: Höfum trú á sigri í þessum leik

Auglýsing