Handbolti

Arnar hættir með ÍBV eftir tímabilið

Bikarmeistarar ÍBV fá nýjan þjálfara í sumar þegar Arnar Pétursson lætur af störfum.

Arnar gerði ÍBV að bikarmeisturum um síðustu helgi. Fréttablaðið/Eyþór

Arnar Pétursson hættir sem þjálfari bikarmeistara ÍBV eftir tímabilið. Það kemur í ljós á næstu dögum hver eftirmaður hans verður.

Arnar hefur þjálfað ÍBV undanfarin þrjú tímabil. Hann stýrði liðinu einnig á árunum 2009-2014. Arnar og Gunnar Magnússon þjálfuðu ÍBV í sameiningu tímabilið 2013-14 þegar liðið varð Íslandsmeistari í fyrsta og eina sinn.

Eyjamenn urðu bikarmeistarar í þriðja sinn eftir sigur á Fram, 27-35, á laugardaginn.

ÍBV vann ÍR, 30-26, í kvöld þrátt fyrir að nokkra lykilmenn hafi vantað í liðið. Eyjamenn sitja í 3. sæti Olís-deildar karla með 30 stig, tveimur stigum á eftir toppliði FH þegar tveimur umferðum er ólokið.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Handbolti

Arnar klófesti loks bikarhvalinn

Handbolti

Þrjú atriði: Eyjamenn fullkomnir í Höllinni sem fyrr

Handbolti

Svekktur og sáttur á sama tíma

Auglýsing

Nýjast

Guðjón framlengdi í Garðabænum

Íslandsmeistarar Fram byrjuðu á sigri á Selfossi

Varamaðurinn Firmino hetja Liverpool í kvöld

Fékk fjögurra leikja bann fyrir hrákuna

Messi byrjaði á þrennu gegn PSV

Lampard sektaður eftir að hafa verið rekinn upp í stúku

Auglýsing