Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, kom í settið í Íþróttavikuna með Benna Bó sem sýnd er á Hringbraut alla föstudaga. Hann sat þar með Herði Snævari Jónssyni, íþróttafréttastjóra Torgs.

Benedikt Bóas, þáttarstjórnandi, spurði Arnar hvenær hann hafi ákveðið að verða þjálfari og hvort einhver þjálfari hafi haft meiri áhrif á þig en annar?

„Bjarni Guðjóns fékk mig til að aðstoða sig hjá KR 2016 að mig minnir. Það var reyndar bara í tvo leiki því hann var látinn fara, sællar minningar, því Garðar bróðir rak síðasta naglann í kistu Bjarna með stórglæsilegum mörkum.

Willum tók við og hann kveikti áhugann á þessu starfi. Þá áttaði maður sig á því að þetta var ekkert hálfkák lengur heldur fullt starf og ábyrgðin sem hann tók á sig því hann var kófsveittur alla daga að klippa leiki og lagði líf og sál í þetta. Á meðan var ég sem átti að heita aðstoðarmaður hans mætti korteri fyrir æfingar og setti upp keilur. Það kveikti svolítið í mér.“