Þetta segir Arnar Þór Viðarsson í samtali við Hafliða Breiðfjörð hjá Fotbolti.net í Jerevan í dag.

Guðjón þekkir til Gylfa eftir að hafa unnið með honum hjá Crewe Alexandra þegar Gylfi var að stíga sín fyrstu skref í meistaraflokks fótbolta.

Í þættinum sagði Guðjón að hann hefði heimildir fyrir því að ágreiningur milli Gylfa og Eiðs Smára væri raunveruleg ástæða fyrir fjarveru Gylfa.

„Ég ber mikla virðingu fyrir Guðjóni Þórðarsyni sem þjálfara en ég ber enga virðingu fyrir svona ummælum. Þetta er gjörsamlega út í hött. Þau eru ósönn," segir Arnarí viðtalinu sem lesa má hér.

„Ef ég á að vera alveg hreinskilinn þá finnst mér þetta lélegt hjá manni sem hefur verið landsliðsþjálfari Íslands og veit hvað það er mikilvægt að við stöndum saman í þessu, ekki bara leikmennirnir og starfsfólkið heldur fjölmiðlamenn og allir Íslendingar. Við getum ekki náð árangri nema við stöndum öll saman, við erum lítil þjóð. Svona umræða út í bæ, ég ber enga virðingu fyrir henni."