Arnar Þór Viðarsson, þjálfari karlalandsliðsins, segist ekki vera farinn að velta sér upp úr framtíð sinni sem þjálfari karlalandsliðsins þegar undankeppni HM 2022 er að ljúka.

„Þjálfarar sem spá í framtíð sinni eru á villigötum, við skrifuðum undir þriggja ára samning en þessi bransi er þannig að maður getur verið rekinn hvenær sem er.“

Arnar skrifaði í fyrra undir tveggja ára samning við KSÍ en það eru sjö mánuðir í næsta keppnisleik landsliðsins í Þjóðardeild UEFA.

Hann var spurður út í framtíðaráhorf sín en hann sagði það ekki réttan hugsunarhátt.

„Við vinnum okkar vinnu, útskýrum það sem við getum fyrir þjóðinni og fyrir fjölmiðlum hvað við viljum. Við höfum lent í ýmsu en það er margt sem má bæta og við vitum að þetta lið á eftir að verða mjög gott, sama hvort að við verðum þjálfarar eða ekki.