Þetta segir Arnar í samtali við Vísi í dag. „Þetta var erfið ákvörðun að taka, bæði faglega og persónulega. Við Eiður höfum þekkst lengi, spiluðum saman í landsliðinu og unnum svo saman sem þjálfarar, og svo erum við góðir og miklir vinir. Ég vil honum því allt hið besta.“

Arnar vildi annars ekki fara út í aðdragandann að starfslokum Eiðs Smára en hann hafði hlotið áminningu í starfi síðasta sumar. Samkvæmt heimildum DV var ákvörðunin um starfslok Eiðs Smára tekin í kjölfar gleðskapar á vegum KSÍ eftir landsleik Íslands við Norður-Makedóníu í síðasta mánuði. Stjórn KSÍ nýtti sér uppsagnarákvæði í samningi Eiðs Smára sem lét af störfum í dag.

Arnar segist hafa verið partur af þessari ákvörðun. „Auðvitað var ég partur af þessari ákvörðun, sem var sameiginleg hjá KSÍ og Eiði. Ég er sammála því að hún var nauðsynleg, án þess að ég vilji fara nánar út í það. Ég vona að tíminn leiði í ljós að þetta hafi verið rétt ákvörðun – fyrir landsliðið, sem er mikilvægast, fyrir Eið Smára sjálfan og fyrir mig,“ segir Arnar í samtali við Vísi.

Arnar og Eiður höfðu áður unnið saman hjá u-21 árs landsliði Íslands og voru á sínum tíma samherjar í íslenska landsliðinu. Nú þarf Arnar að finna annan aðstoðarmann og segir að gengið verði frá ráðningu í desember. ,,

„Það verður skrýtið, það er alveg ljóst. Þetta er þungbær ákvörðun þegar maður er að vinna með vini sínum. Þá vill maður honum allt hið besta. En í fótboltanum þarf að vera hægt að aðskilja hið persónulega og vinnuna,“ segir Arnar sem nú er að hefja leit að arftaka Eiðs, sem hann vonast til að verði ráðinn fyrir árslok. Það eru ákveðin box sem þarf að tikka í. Það sem Eiður hefur til að mynda og er frábær í er hvað hann er með ótrúlega sýn á fótbolta. Við höfum líka spilað saman, þekkt hvorn annan mjög lengi, og treystum hvor öðrum 100 prósent,“ sagði Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari karlalandsliðs Íslands í knatspyrnu í samtali við Vísi.