Arnar Þór Viðarsson, þjálfari karlalandsliðsins í knattspyrnu, segir að hann hafi rætt við Vöndu Sigurgeirsdóttur áður en hann tók ákvörðun um að skilja Aron Einar Gunnarsson eftir utan landsliðshópsins fyrir næsta verkefni.

Stuttu fyrir blaðamannafund landsliðsins á fimmtudaginn greindi 433.is frá því að KSÍ hefði bannað Arnari að velja Aron Einar sem sendi sjálfur frá sér tilkynningu samdægurs sem ýtti undir þá orðróma.

Vanda Sigurgeirsdóttir, nýkjörinn formaður KSÍ, hefur neitað orðróminum um að hún hafi meinað Arnari að velja Aron og gáfu orð Arnars til kynna að það væri rétt.

„Málið var bara það að, ég flaug til Íslands síðasta þriðjudag, sama dag og Aron Einar að hann gæfi kost á sér. Við þurftum upplýsingar hvort að við mættum velja Aron eða ekki og áttum fyrir vikið með fráfarandi stjórn og svo Vöndu sem útskýrði hvaða möguleika við höfðum á þeirri stundu. Það vita allir núna hver staðan er, það var erfiðara að útskýra þetta á fimmtudaginn enda ekki í okkar verkahring á nafngreina fólk og vinna í þessum málum. Ég lagði spilin á borðið með Vöndu, hvernig ég sá hlutina og þetta var eina ákvörðunin sem við gátum tekið til að vernda liðið, hópinn og Aron Einar,“ segir Arnar sem var spurður út í frekari afskipti Vöndu.

„Vanda var mjög heiðarleg í okkar samskiptum. Hún var ekki orðin formaður þegar fundurinn átti sér stað og stjórnin var ekki tekin til starfa en hún hlustaði á það sem ég hefði að segja. Það sem gerðist í síðasta glugga var aðKolbeinn var tekinn út úr hópnum sem er eitthvað sem maður vill ekki sem þjálfari. Til þess að geta tekið ákvörðun er oft gott að setja sig í annarra spor, við ákváðum að setja okkur í spor nýju stjórnarinnar út frá viðræðum við fráfarandi stjórn tókum við þessa ákvörðun.“