Arna Sif Pálsdóttir, leikmaður kvennaliðs Vals í handbolta, mun ekki leika meira með liðinu á þessu keppnistímabili þar sem hún er barnshafandi.

Valur hefur orðið fyrir fleiri skakkaföllum í línumannsstöðunni en Ragnheiður Sveinsdóttir er að glíma við hnémeiðsli og fyrirliðinn Hildur Björnsdóttir er einnig ólétt.

Valur hafði betur í tveimur af fyrstu þremur leikjum sínum í Olísdeildinni áður en hlé var gert á keppni í deildinni vegna kórónaveirufaraldursins.

HSÍ stefnir að því að hefja keppni á nýjan leik seinna í þessum mánuði en það er háð því að yfirvöld gefi leyfi fyrir því að keppnisíþróttir geti farið af stað aftur.