Fótbolti

Arnór Sigurðsson eini nýliðinn - fimm inn í hópinn

Arnór Sigurðsson, Guðmundur Þórarinsson, Eggert Gunnþór Jónsson, Hjörtur Hermannsson og Aron Einar Gunnarsson koma inn í leikmannahóp íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu fyrir leikina gegn Belgíu og Katar sem fram undan eru.

Erik Hamrén fer yfir málin á blaðamannafundinum í hádeginu í dag. Fréttablaðið/Anton Brink

Erik Hamrén og Freyr Alexandersson, þjálfarar íslenska karlalandsliðsins í fótbolta tilkynntu í dag hvernig leikmannahópur liðsins mun líta út í leikjunum gegn Belgíu og Katar síðar í þessum mánuði.

Ísland mætir Belgíu í lokaleik sínum í Þjóðadeild UEFA fimmtudaginn 15. nóvember og svo Katar í vináttulandsleik mánudaginn 19. nóvember.

Emil Hallfreðsson, Jón Daði Böðvarsson, Hólmar Örn Eyjólfsson, Björn Bergmann Sigurðarson og Rúnar Már Sigurjónsson verða ekki með að þessu sinni vegna meiðsla. Þá tekur Ragnar Sigurðsson út leikbann í leiknum gegn Belgíu vegna tveggja áminninga sinna og hvílir í leiknum gegn Katar vegna kálfameiðsla.

Aron Einar Gunnarsson kemur aftur inn í leikmannahópinn eftir að hafa misst af síðustu fjórum leikjum liðsins vegna meiðsla. 

Þá koma Arnór Sigurðsson, Guðmundur Þórarinsson, Eggert Gunnþór Jónsson og Hjörtur Hermannsson inn í hópinn að þessu sinni.

Leikmannahópur íslenska liðsins lítur þannig út:

Markverðir:

Hannes Þór Halldórsson
Rúnar Alex Rúnarsson
Ögmundur Kristinsson

Varnarmenn:

Ari Freyr Skúlason
Guðmundur Þórarinsson
Hörður Björgvin Magnússon
Kári Árnason
Jón Guðni Fjóluson
Hjörtur Hermansson
Eggert Gunnþór Jónsson
Sverrir Ingi Ingason
Birkir Már Sævarsson

Miðjumenn:

Rúrik Gíslason
Aron Einar Gunnarsson
Gylfi Þór Sigurðsson
Birkir Bjarnason
Guðlaugur Victor Pálsson
Samúel Kári Friðjónsson
Arnór Sigurðsson
Jóhann Berg Guðmundsson
Arnór Ingvi Traustason

Sóknarmenn:

Alfreð Finnbogason
Kolbeinn Sigþórsson
Jón Dagur Þorsteinsson
Albert Guðmundsson

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Fótbolti

Austin eignast atvinnumannalið

Fótbolti

Enn lengist biðin eftir sigri hjá karlalandsliðinu

Fótbolti

Markalaust gegn Eistlandi

Auglýsing

Nýjast

Æfingar hafnar á La Manga

Felix Örn aftur til Vestmannaeyja

Sigur gæti fleytt Patreki í milliriðil

Higuain færist nær Chelsea

Gott gengi gegn Makedóníu

Tímamótaleikur hjá Arnóri Þór gegn Makedóníu

Auglýsing