Áritaður golfpoki sem var í eigu Tiger Woods seldist á tæplega 392 þúsund dali í uppboði sem lauk í gær eða um tæplega 55 milljónir íslenskra króna.

Það er metupphæð fyrir golfpoka samkvæmt Goldin uppboðsskrifstofunni.

Tiger sem er einn besti kylfingur sögunnar notaði umræddan poka árið 2005 þegar hann vann tvo af fjóra risatitlum ársins.

Alls bárust 57 tilboð í pokann.