Ari Leifsson og Valdimar Þór Ingimundarson, leikmenn norska úrvalsdeildarliðsins í knattspyrnu, Strömsgodset, verða í einangrun næstu tíu dagana og missa þar af leiðandi af næstu leikjum liðsins.

Fram kemur í frétt á heimasíðu Strömsgodset að leikmennirnir séu settir í einangrun vegna smits hjá liðsfélaga þeirra hjá íslenska U-21 árs landsliðinu en Ari og Valdimar léku með liðinu gegn Lúxemborg í undankeppni EM 2021 á þriðjudaginn var.

Ekki kemur fram í fréttinni um hvaða leikmann er að ræða en Ari og Valdimar hafa verið farið í sýnatöku á meðan á dvöl þeirra stöð í Lúxemborg og við komuna á Gardermoen og hafa þeir reynst neikvæðir í báðum prófum.