Ari Freyr Skúlason átti tilfinningaríka stund þegar hann settist niður og virtist fella tár eftir leik Íslands og Englands í kvöld.

Ari lék allan leikinn í vörn Íslands en þar var þessi fjölhæfi leikmaður að leika sinn 77. leik fyrir hönd landsliðsins.

Hann gat ekki komið í veg fyrir stórsigur Englands í kvöld en Ari lék í sigrinum eftirminnilega á Englandi í Nice.

Ari er 33 ára gamall og er ekki lengur með fast sæti í liðinu.

Hægt er að lesa í aðgerðir Ara að þetta gæti jafnvel hafa verið síðasti leikur hans fyrir liðið.