Fótbolti

Lét lukkukrakka hafa jakka til að hlýja sér

Ari Freyr Skúlason sýndi hugulsemi meðan þjóðsöngvar Íslands og Belgíu voru leiknir.

Ari Freyr lætur lukkudrenginn hafa jakkann sinn. Fréttablaðið/Eyþór

Ari Freyr Skúlason lét ungan dreng sem gekk inn á Laugardalsvöllinn með honum fyrir leikinn gegn Belgíu hafa upphitunarjakkann sinn þegar honum varð kalt.

Þegar þjóðsöngvarnir voru leiknir lét Ari lukkudrenginn sem fylgdi honum inn á völlinn hafa upphitunarjakkann sinn enda lukkukrakkarnir einungis í landsliðsbúning í septemberkuldanum.

Drengurinn var ekki lítið sáttur þegar hann hljóp af velli í jakka af hetjunni sinni sem leikur sinn 60. landsleik í kvöld.

Fylgjast má með beinni textalýsingu frá leik Ísland og Belgíu með því að smella hér.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Fótbolti

Birkir missir af landsleikjunum

Fótbolti

„Gaman að verða meistari áður en ég fer“

Fótbolti

Solari fær langtímasamning hjá Real Madrid

Auglýsing

Nýjast

Ranieri tekur við Fulham

Haukar nálgast toppliðin - Stjarnan úr botnsætinu

Tveggja leikja bann fyrir pirringskastið

Rooney mun klára ferilinn í Bandaríkjunum

Birgir Leifur úr leik

Rekinn eftir 73 daga í starfi

Auglýsing