Fótbolti

Lét lukkukrakka hafa jakka til að hlýja sér

Ari Freyr Skúlason sýndi hugulsemi meðan þjóðsöngvar Íslands og Belgíu voru leiknir.

Ari Freyr lætur lukkudrenginn hafa jakkann sinn. Fréttablaðið/Eyþór

Ari Freyr Skúlason lét ungan dreng sem gekk inn á Laugardalsvöllinn með honum fyrir leikinn gegn Belgíu hafa upphitunarjakkann sinn þegar honum varð kalt.

Þegar þjóðsöngvarnir voru leiknir lét Ari lukkudrenginn sem fylgdi honum inn á völlinn hafa upphitunarjakkann sinn enda lukkukrakkarnir einungis í landsliðsbúning í septemberkuldanum.

Drengurinn var ekki lítið sáttur þegar hann hljóp af velli í jakka af hetjunni sinni sem leikur sinn 60. landsleik í kvöld.

Fylgjast má með beinni textalýsingu frá leik Ísland og Belgíu með því að smella hér.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Fótbolti

PAOK búið að bjóða í Sverri Inga

Fótbolti

Segja Matthías vera að semja Vålerenga

Fótbolti

Dagný sögð á leið til Portland aftur

Auglýsing

Nýjast

City með öruggan sigur á Huddersfield

Haukur og Óðinn koma inn í liðið

Aron og Arnór verða ekki með í kvöld

Meiðsl Arons „blóð­taka“ fyrir ís­lenska liðið

Ólíklegt að Aron og Arnór verði með á morgun

Góð frammistaða dugði ekki til gegn Þýskalandi

Auglýsing