Hópur áhorfenda á Austurríska kappakstrinum í Formúlu 1 um nýliðna helgi varð uppvís að niðrandi ummælum og hegðun í garð annarra áhorfenda á svæðinu. Höfð voru uppi rasísk og hómófóbísk ummæli sem hafa vakið mikla athygli og verið fordæmd.
Á samfélagsmiðlum hafa lýsingar af umræddum stuðningsmönnum verið á þessa leið: Drukknir karlkyns aðdáendur sem áreittu kvenkyns áhorfendur og sungu níðsöngva um samkynhneigða og beittu kynþáttaníð.
Sjöfaldi heimsmeistarinn Sir Lewis Hamilton, ökumaður Mercedes látið í sér heyra í tengslum við atvikið þar sem hann segist hafa orðið fyrir vonbrigðum með þennan hóp áhorfenda og fyllst viðbjóði.
Formúla 1 hefur gefið út yfirlýsingu í tengslum við málið þar sem segir að algjörlega óásættanleg ummæli hafi verið látin falla í áhorfendahópnum. Slík hegðun verði ekki látin viðgangast á viðburðum mótaraðarinnar.
,,Við tökum þessum ábendingum mjög alvarlega og höfum nú þegar komið á framfæri okkar athugasemdum við mótshaldara sem og öryggisgæsluna.
— Formula 1 (@F1) July 10, 2022