Arda Turan fékk 32 mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm eftir að hann hleypti af skoti úr byssu á spítala í Tyrklandi.

Fangelsisdvölin fellur niður ef hann brýtur ekki af sér næstu fimm árin.

Til átaka kom á milli Turan og söngvarans Berkay Sahin á skemmtistað í Istanbul og þurfti Turan að leita aðstoðar á spítala.

Við komuna á spítalann skaut Turan úr ólöglegri byssu sem olli mikilli hræðslu meðal starfsfólks á staðnum.

Félagslið Turan í Tyrklandi, Istanbul Basaksehir sektaði Turan um 2,5 milljónir tyrkneskra líra vegna atviksins.