Manchester United fer ekki vel af stað í Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla en liðið tapaði fyrir Young Boys í fyrstu umferð í riðlakeppni deildarinnar í Sviss í gærkvöldi.

Eftir að Cristiano Ronaldo kom Manchester United yfir eftir tæpan stundarfjórðung náðu leikmenn liðsins ekki að koma skoti á markið. Jesse Lingard sem kom inná sem varamaður fyrir Ronaldo færði Young Boys sigurmarkið á silfurfati. .

Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Manchester United, fékk vænan skerf af gagnrýni eftir tapið í gær en hann hefur nú stýrt liðinu í 11 leikjum í Meistaradeildinni.

Manchester United hefur látið í minni pokann í sjö af þeim sem þrettán prósent af öllum tapleikjum Manchester United í keppninni frá upphafi.

Á síðustu leiktíð tókst Manchester United ekki að komast upp úr riðli sínum í Meistaradeildinni en fór svo alla leið í úrslitaleik Evrópudeildarinnar. Þar laut liðið lægra haldi fyrir Villareal eftir vítaspyrnukeppni.

Manchester United og Villareal eigast einmitt við í næstu umferð riðlakeppninnar í Meistaradeildinnar en leikurinn fer fram á Old Trafford 29. september næstkomandi.