Anton Sveinn McKee synti á 57,35 sekúndum í undanúrslitum í 100 metra bringusundi á Evrópumeistaramótinu í sundi í 25 metra sem fram fer í Glasgow í Skotlandi þessa dagana

Anton Sveinn varð fjórði í sínum riðli og áttundi alls í undanúrslitunum og komst þar af leiðandi í úrslitasundið í greininni.

Í morgun synti Anton á tímanum 57,21 sekúndum í undanrásum greinarinnar setti þar sitt sjötta Íslandsmet á mótinu. Það var annar besti tíminn inn í undanúrslitin.

Hann keppir í úrslitasundinu klukkan 18:08 að íslenskum tíma á morgun. Það verður síðasta sund Antons á mótinu en þessi öflugi sundmaður hefur bætt Íslandsmetin í 50 og 200 metra bringusundi.