Anton Sveinn McKee var í tíunda sæti í undanúrslitunum í 200 metra bringusundi á Evrópumeistaramótinu í 25 metra laug sem stendur yfir í Kazan þessa dagana.

Anton kemst því ekki í úrslitasundið sem fer fram á morgun en hann var einni sekúndu frá því að koma í úrslitasundið.

Hann bætti eigin tíma frá því í morgun um sextán sekúndubrot en það dugði ekki til því hann var 0,9 sekúndu frá því að komast áfram.

Anton verður aftur á ferðinni á morgun í 50 metra bringusundi, hans síðasta grein á mótinu. Þá keppir Snæfríður Sól Jórunnardóttir í 200 metra skriðsundi á morgun.