Anton Sveinn McKee synti í morgun í undanrásum í 100 metra bringusundi á Evrópumótinu í 25 metra laug sem fram fer í Kazan í Rússlandi þessa dagana.

Anton Sveinn synti á tímanum 57,98 sekúndur og er fjórtándi inn í undanúrslitastundið sem synt verður í kvöld.

Íslandsmetið í greininni á Anton Sveinn sjálfur en metið er 56,30 sekúndur, sem hann setti í október árið 2020, á ISL mótaröðinni í Búdapest. 

Anton Sveinn mun synda í undanúrslitum klukkan 17:43 í kvöld.