Sundmaðurinn Ant­on Sveinn McKee synti 50 og 200 metra bring­u­sund fyrir lið sitt Toronto Titans á Inernatinal Swimming League-mótaröðinni í Búdapest í morg­un. Þetta var síðasta mótið sem fram fer áður en synt verður til undanúrslita.

Anton Sveinn náði í mikilvæg stig í baráttu Toronto Titans um sæti í undanúrslitunum með því að bera sigur úr býtum í 200 metra bringusundinu.

Anton tryggði sér sigurinn með því að synda á tímanum 2:03,41 mínútum en hann sett í siðustu viku Íslands- og Norður­landa­met í grein­inni þegar hann synti á 2:01,65 mínútum.

Hann varð svo fimmt í 50 metra bringusdundinu en í þeirri grein kom Anton í bakkann á tímanum 26,90 sekúndum.