Sundmaðurinn Anton Sveinn McKee synti 50 og 200 metra bringusund fyrir lið sitt, Toronto Titans, í undanúrslitum á International Swimming League-mótaröðinni í Búdapest í Ungverjalandiní dag.
Anton Sveinn varð annar í 200 metra bringuseyndinu en hann synti á tímanum 2:02.61. Íslands - og Norðurlandamet Antons í greininni er 2:01.65, sem hann setti fyrr í mánuðinum
Þá varð Anton Sveinn þriðji í bakkann í 50 metra bringusundinu sem hann synti á tímanum 26.49, Íslandsmet hans í greininni er 26.14.
Þessi frammistaða Antons Sveins tryggði liði hans, Toronto Titans, 14 stig en liðið berst um að vera eitt af þeim fjórum sem fer í úrslitakeppni mótaraðarinnar.
Anton Sveinn syndir 100 metra bringusund á morgun mánudaginn 16. nóvember.