Anton Sveinn McKee bætti eigið Íslandsmet í 100 metra bringusundi í 25 metra laug á EM í Skotlandi í dag þegar hann kom í mark á 57,21 sekúndu.

Anton Sveinn var með næst besta tímann í undanrásunum og komst því örugglega áfram í undanúrslitin.

Með því bætti Anton eigið Íslandsmet um 36 sekúndubrot.

Hann bætti tvisvar eigið Íslandsmet í 200 metra bringusundi í gær, degi eftir að hafa bætt eigið met í 50 metra bringusundi þrisvar á fyrsta keppnisdegi á EM.

Þá hefur Anton sett nýtt Norðurlandamet í 50 metra bringusundi