Anton Sveinn McKee og samherjar hans hjá kanadíska liðinu Toronto Titans munu synda til undanúrslita á International Swimming League-mótaröðinni.

Þetta er í fyrsta skipti sem Anton Sveinn keppir á mótaröðinni en hann hefur þrisvar sinnum borið sigur úr býtum í 200 metra bringusundi á mótunum sem fram fara í Búdapest í Ungverjalandi.

Þá hefur Anton Sveinn enn fremur bætt Íslands- og Norðurlandamet sín bæði í 100 og 200 metra bringusundi á mótaröðinni.