Anton Sveinn McKee og Dadó Fenrir Jasminuson náðu í dag lágmörkum fyrir HM í sundi.

Anton Sveinn vann öruggan sigur í 100 metra bringusundi á Íslandsmeistaramótinu í 25 metra laug í dag. 

Hann synti á 59,70 sekúndum sem er 51/100 úr sekúndu undir lágmarkinu. Íslandsmet Antons Sveins í 100 metra bringusundi er 58,66 sekúndur.

Dadó Fenrir vann sigur í 50 metra skriðsundi þegar hann synti á 22,29 sekúndum. Lágmarkið er 22,47 sekúndur.

Dadó Fenrir jafnaði einnig Íslandsmetið í 50 metra skriðsundi. Hann deilir því nú með Árna Má Árnasyni.