Sund

Anton Sveinn og Dadó Fenrir með HM-lágmörk

Tveir Íslendingar náðu í dag lágmörkum fyrir HM í sundi.

Anton Sveinn var að vonum kátur eftir að hafa tryggt sér sigurinn í 100 metra bringusundi og um leið náð HM-lágmarki. Mynd/Sundsamband Íslands

Anton Sveinn McKee og Dadó Fenrir Jasminuson náðu í dag lágmörkum fyrir HM í sundi.

Anton Sveinn vann öruggan sigur í 100 metra bringusundi á Íslandsmeistaramótinu í 25 metra laug í dag. 

Hann synti á 59,70 sekúndum sem er 51/100 úr sekúndu undir lágmarkinu. Íslandsmet Antons Sveins í 100 metra bringusundi er 58,66 sekúndur.

Dadó Fenrir vann sigur í 50 metra skriðsundi þegar hann synti á 22,29 sekúndum. Lágmarkið er 22,47 sekúndur.

Dadó Fenrir jafnaði einnig Íslandsmetið í 50 metra skriðsundi. Hann deilir því nú með Árna Má Árnasyni.

Dadó Fenrir ásamt æfingafélaga sínum, Kolbeini Hrafnkelssyni. Mynd/Sundsamband Íslands

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Sund

Anton bætti Íslandsmetið í bringusundi

Sund

Öll þrjú synda til úrslita síðdegis

Sund

Róbert vann silfur og setti Íslandsmet

Auglýsing

Nýjast

Þrír sigrar í röð hjá Stjörnunni

Valur krækir í tvo öfluga leikmenn

Þungur róður hjá Selfossi

Valur fór ansi illa með Hauka

Fínt framan af hjá íslenska liðinu

Nokkrir góðir kaflar dugðu ÍBV til sigurs

Auglýsing