Anton Sveinn McKee tók þátt í 2019 PRO SWIM SERIES-mótinu í sundi sem haldið er í Greensboro í Norður Karolínufylki í Bandaríkjunum þessa dagana.

Er þetta liður í undirbúningi hans fyrir Ólympíuleikana sem haldnir verða í Tokyo 2020 en hann hefur nú þegar tryggt sér þáttökurétt á leikunum. Í gær synti Anton Sveinn 100 metra bringusund og hafnaði í þriðja sæti á tímanum 1.01,25 sekúndum en í undarrásum fyrr um morguninn synti hann á 1.00.94.

Íslandsmetið hans í 100 bringusundi er 1.00,32 sekúndur en á morgun keppir hann í 200 metra bringusundi. Anton Sveinn hefur verið í stífum æfingum undanfarið og var því ekki hvíldur fyrir þetta mót.

Í byrjun desember keppir Anton Sveinn svo á EM í 25 metra laug sem haldið verður í Glasgow í Skotlandi en þar syndir hann 50, 100 og 200 metra bringusund. Anton Sveinn mun því ekki taka þátt á Íslandsmeistaramótið í 25 metra laug sem fram fer í Ásvallalaug nú um helgina.