Sundmaðurinn Anton Sveinn McKee og aðrir íþróttamenn sem náð höfðu lágmörkum fyrir Ólympíuleikana sem halda átti í Tókýó í sumar munu halda sætum sínum þegar leikarnir fara fram í Tókýó í Japan sumarið 2021.

Anton Sveinn er eini Íslendingurinn sem hefur tryggt sér þátttökurétt á leikunum en ákveðið hefur verið að jafn mörg sæti verði í boði þegar leikarnir fara fram að ári liðnu og til stóð að kepptu í júlí og ágúst næstkomandi.

Á þessum tímapunkti eru 57% þeirra sæta sem í boði á leikunum upptekin en þó nokkur fjöldi íslenskra íþróttamnann hefur sett stefnuna til Tókýó.