Anton Sveinn McKee lauk keppni í 100 metra bringusundi á Heimsmeistaramótinu í 25 metra laug í 16. sæti þegar hann kom í mark á 57,94 sekúndu  í seinni undanrásum dagsins.

Anton sem syndir fyrir SH setti nýtt Íslandsmet fyrr í dag þegar hann kom í mark á 57,57 en það hefði einnig skilað honum sextánda sæti í síðara sundi dagsins.

Anton náði ekki jafn góðri byrjun og í morgun og tók það hann 27,19 sekúndur að syndu fyrstu 50 metrana, 21 sekúndubroti lengur en í morgun.

Aðeins efstu átta sundkapparnir komust áfram í úrslitasundið og var Anton 85 sekúndubrotum frá því að komast í úrslitin.