Ant­on Sveinn McKee heldur áfram að gera það gott á heimsmeistaramótinu í sundi í 25 metra laug í Kína. Hann hefur nú bætt þrjú Íslandsmet á mótinu.

Hann bætti Íslandsmetið í 200 metra bringusundi umtalsvert þegar synt var í undanúrslitum í greininni í nótt. 

Ant­on Sveinn synti á tímanum 2:04,37 mín­út­um, en hann bætti þar af leiðandi eigin met í greininni töluvert.

Þessi tíma skilaði Ant­oni hafnaði í 10. sæti í grein­inni og dugði það ekki til þess að skila honum í úrslitasundið. 

Ant­on bætt fyrr í vikunni Íslandsmet í 100 metra bring­u­sundi og þar synti einnig Íslandsmetstíma þegar hann snéri eftir 50 metra sund.

Krist­inn Þór­ar­ins­son úr Fjölni hafnaði í 24. sæti í 100 metra fjór­sundi og hann varð svo í 36 sæti í 50 metra baksundi. 

Dadó Fenrir Jasmínuson sem keppti í fyrsta skipti á heims­meist­ara­móti varð í 54. sæti í 50 metra skriðsundi.