Anton Sveinn McKee hafnaði í öðru sæti í 200 metra bringusundi á opna spænska meistaramótinu í sundi í gær og vann þar með silfurverðlaun.

Á föstudag vann þess fremsti sundkappi landsins gull í úrslitum í 100 metra bringusundi á sama móti og er því að gera vel á Spáni.

Í úrslitum í 200 metra bringusundi í gær synti Anton á tímanum 02:13.05.

Anton undirbýr sig nú fyrir Evrópumótið í Róm í næsta mánuði.