Anton Sveinn McKee var með áttunda besta tímann í undanrásunum í 200 metra bringusundi á Evrópumeistaramótinu í 25 metra laug og komst því áfram í undanúrslitin.

Anton kom í mark á 2:06,29 með áttunda besta tímann en efstu átján aðilarnir komust áfram í undanúrslitin.

Mikhail Dorinov frá Rússlandi var með besta tímann í morgun á 2:02.88 en besti tími Antons í greininni er 2:01,65.

Anton syndir í undanúrslitunum klukkan 16:57 í dag.