Sundmaður­inn Ant­on Sveinn McKee synti í dag á nýju Íslands­meti þegar hann synti í undanrásum í 50 metra bring­u­sundi á TYR Pro Swim Series mót­inu í Bloom­ingt­on í Indi­ana í Banda­ríkj­un­um.

Ant­on Sveinn synti á tím­an­um 27,73 sek­únd­um en þar með bætti hann tíu ára gamalt Íslandsmet Jakobs Jó­hanns Sveins­sonar.

Gamla metið sem Jakob Jóhann setti var 28,03 sek­únd­ur.

Auk þess að bæta Íslandsmetið tyrggði Ant­on Sveinn sér þát­töku­rétt á heimsmeistaramótinu sem fram fer í Gwangju í Suður-Kór­eu í lok júní.

Anton hafði áður tryggt sér sæti á heimsmeistaramóinu í 100 metra bring­u­sundi en hann varð í þriðja sæti í greininni á mótinu.

Næsta verkefni Ant­ons eftir að hann lýkur leik á þessu móti er Smáþjóðal­eik­arnir sem haldnir verða í Svart­fjallandi í lok mánaðar­ins.