Anton Sveinn McKee verður fimmti Íslendingurinn sem keppir í úrslitum á HM í 50 metra laug þegar hann stingur sér til sunds seinni partinn í dag.

Anton Sveinn bætti eigið Íslandsmet í tvígang í gær og var með næst besta tímann í undanúrslitunum.

Eðvarð Þór Eðvarðsson varð fyrstur til að ná þessu afreki árið 1986 þar sem hann lenti í áttunda sæti.

Örn Arnarson gerði enn betur fimmtán árum síðar þegar hann varð fyrsti Íslendingurinn til að komast á verðlaunapall á HM í sundi í 100 metra og 200 metra baksundi.

Hrafnhildur Lúthersdóttir og Eygló Ósk Gústafsdóttir komust í úrslit á HM í Kazan árið 2015 þar sem Hrafnhildur náði þriðja besta árangri Íslendings frá upphafi þegar hún kom í mark í 6. sæti í 100 metra bringusundi.

Hrafnhildur fylgdi því eftir með því að ná 7. sæti í 50. metra bringusundi síðar á mótinu. Eygló Ósk lenti í áttunda sæti í 200 metra bringusundi.