Anton Sveinn McKee bætti Íslandsmetið í 50 metra bringusundi í 25 metra laug á EM í annað sinn í dag þegar hann kom í mark á 26,28 sekúndu.

Anton Sveinn synti á tímanum 26,43 sekúndum í undanrásunum í dag og bætti eigið Íslandsmet um 31 sekúndubrot.

Hann gerði enn betur í undanúrslitunum og bætti metið um 15 sekúndubrot.

Hann var í þriðja sæti í sínum riðli og í 8. sæti í undanúrslitunum sem þýðir að hann keppir í úrslitasundinu klukkan 18:20.