Ís­lenska Cross­fit stjarnan Anni­e Mis Þóris­dóttir elskar að keppa á Cross­fit mótið sem felur í sér mikinn undir­búning og erfiði. Hún segir samt sem áður að veg­ferð sín nú í í­þróttinni væri ekki þess virði ef hún gæti ekki notið hennar með fjöl­skyldu sinni.

Anni­e Mist er þaul­reynd á sviði Cross­fit og hefur verið ein helsta stjarna landsins í í­þróttinni, meðal annars unnið Cross­fit-leikana tvisvar sinnum. Hún endaði í öðru sæti á ný­af­stöðnu Rogu­e Invita­tional mótinu í Texas.

„Ég hef keppt í þessu í gegnum þrá mis­munandi ára­tugi og elska enn hverja sekúndu af því," skrifar Anni­e Mist í færslu á Insta­gram. „Taugarnar þandar, adrena­línið á fullu þegar að ég er á keppnis­gólfinu og allt erfiðið sem hefur komið mér þangað.

Þetta er í þriðja skiptið sem ég keppi á Rougu­e og nú steig ég í þriðja skiptið á verð­launa­pall þar. Auð­vitað stefni ég alltaf á fyrsta stæið en ég er stolt af mínum árangri.“

Hún segir að um frá­bær keppnis­helgi hafi verið að ræða. „Hún var gerð enn betri með fjöl­skyldu mína á hliðar­línunni. Ég elska að stíga fæti inn á keppnis­gólfið en í fullri hrein­skilni þá væri það ekki þess virði ef ég gæti ekki deilt þessum stundum með fjöl­skyldu minni.“