Íslenska Crossfit stjarnan Annie Mis Þórisdóttir elskar að keppa á Crossfit mótið sem felur í sér mikinn undirbúning og erfiði. Hún segir samt sem áður að vegferð sín nú í íþróttinni væri ekki þess virði ef hún gæti ekki notið hennar með fjölskyldu sinni.
Annie Mist er þaulreynd á sviði Crossfit og hefur verið ein helsta stjarna landsins í íþróttinni, meðal annars unnið Crossfit-leikana tvisvar sinnum. Hún endaði í öðru sæti á nýafstöðnu Rogue Invitational mótinu í Texas.
„Ég hef keppt í þessu í gegnum þrá mismunandi áratugi og elska enn hverja sekúndu af því," skrifar Annie Mist í færslu á Instagram. „Taugarnar þandar, adrenalínið á fullu þegar að ég er á keppnisgólfinu og allt erfiðið sem hefur komið mér þangað.
Þetta er í þriðja skiptið sem ég keppi á Rougue og nú steig ég í þriðja skiptið á verðlaunapall þar. Auðvitað stefni ég alltaf á fyrsta stæið en ég er stolt af mínum árangri.“
Hún segir að um frábær keppnishelgi hafi verið að ræða. „Hún var gerð enn betri með fjölskyldu mína á hliðarlínunni. Ég elska að stíga fæti inn á keppnisgólfið en í fullri hreinskilni þá væri það ekki þess virði ef ég gæti ekki deilt þessum stundum með fjölskyldu minni.“