Í­þrótta­konan Anni­e Mist Þóris­dóttir keppir nú á heims­leikunum í Cross­Fit sem fara fram um þessar mundir í Madi­son í Wisconsin-fylki.

Anni­e Mist vakti mikla at­hygli í gær þegar hún gerði sér lítið fyrir og snaraði 90 kílóum innan við ári eftir fæðingu frum­burðar síns en hún eignaðist dóttur á­samt unnusta sínum Frederik Aegidius í ágúst á síðasta ár.

Gerði áhorfendur agndofa

Ýmsir máls­metandi aðilar í Cross­Fit heiminum hafa lofað frammi­stöðu Anni­e á leikunum, þar á meðal Dave Ca­stro sem er fram­kvæmda­stjóri leikanna. Dave birti mynd af Anni­e á Insta­gram-reikningi sínum og skrifaði meðal annars:

„Innan við ári eftir að hún fæddi barn, gerir @anniet­horis­dottir á­horf­endur agn­dofa með því að snara 90 kílóum á loka­augna­blikum tólfta við­burðar. Enginn er hins vegar meira agn­dofa en Anni­e sjálf. Hún horfir í kringum sig efins, eins og hún sé að at­huga hvort á­horf­endur hafi einnig séð þetta. Á­horf­endurnir láta hana vita með fótunum, með há­vaða sem hristir veggina: Ó við sáum þetta.“

„Ég er orðlaus“

Þá lét Cross­Fit þjálfarinn og sam­fé­lags­miðla­stjarnan Edda Falak einnig á­nægju sína í ljós á Twitter þar sem hún skrifaði:

„Anni­e Mist eignaðist barn fyrir minna en ári og var að snatcha 90kg á Games rétt í þessu. Hún er eitt­hvað annað!“

Þá birti Anni­e Mist myndaseríu á sínum eigin Insta­gram-reikningi þar sem hún skrifar ein­fald­lega:

„Ég er orð­laus. Takk fyrir Madi­son. Einn dagur til stefnu!!!“

Heims­leikarnir í Cross­Fit klárast í dag.