Íslenska Crossfit stjarnan Annie Mist Þórisdóttir var lang launahæst íslenskra Crossfitara með rúmar 3.3 milljónir íslenskra króna í mánaðarlaun. Annie Mist hefur getið sér gott nafn í Crossfit heiminum og unnið heimsleikana í tvígang, árið 2011 og 2012. Þá endaði hún í 3. sæti á heimsleikunum í fyrra.

Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir, kollegi Anniear var með 602.932 krónur í mánaðarlaun á síðasta ári. Ragnheiður hefur best náð að enda í þriðja sæti á heimsleikum Crossfit, árin 2015 og 2016. Hún var ekki á meðal þátttakenda á leikunum í fyrra.

Björgvin Karl Guðmundsson með 413.558 krónur í mánaðarlaun er karlkyns Crossfitari landsins. Hann hefur best endað í 2. sæti á heimsleikunum árið 2019 en hann tók þátt á heimsleikunum í fyrra sem og í ár þar sem hann endaði í 9. sæti.

Frétta­blaðið mun í sam­­starfi við DV birta fréttir úr á­lagningar­skrá Ríkis­skatt­­stjóra sem munu birtast í dag og næstu daga.